Uppgjör dagsins

Fjölmargir leikmenn komu við sögu með félagsliðum sínum.
Hjörtur og samherjar hans í Volos fögnuðu góðum útisigri í Grikklandi. Ljósmynd/Sport FM

Danmörk 🇩🇰

Jóhannes Karl Guðjónsson (AB) stýrði liði sínu til 3:1-sigurs á VSK Aarhus í dönsku C-deildinni. Adam Ingi Benediktsson (AB) var í marki og Ægir Jarl Jónasson (AB) kom inn á í seinni hálfleik.

England 🏴󠁧󠁢󠁥󠁮󠁧󠁿

Andri Lucas Guðjohnsen (Blackburn Rovers) var í byrjunarliði og lék í 59 mínútur í 1:1 jafntefli gegn Stoke City í ensku B-deildinni.

Benoný Breki Andrésson (Stockport County) var í byrjunarliði og lék í 58 mínútur í 2:1-sigri á Huddersfield í ensku C-deildinni.

Jason Daði Svanþórsson (Grimsby Town) kom inn á í 2:0-sigri á Salford í ensku D-deildinni og spilaði hálftíma.

Grikkland 🇬🇷

Hjörtur Hermannsson (Volos) lék allan leikinn í 5:2-útisigri á Larissa í grísku úrvalsdeildinni. Með sigrinum fór Volos upp í 5. sæti deildarinnar.

Holland 🇳🇱

Amanda Andradóttir (Twente) lék síðustu mínúturnar í 3:1-sigri gegn PSV í hollensku úrvalsdeildinni.

Nökkvi Þeyr Þórisson (Sparta Rotterdam) lék síðustu mínúturnar í 3:3-jafntefli gegn Ajax.

Ítalía 🇮🇹

Cecilía Rán Rúnarsdóttir (Inter) hélt hreinu í 5:0-sigri á Ternana í ítölsku A-deildinni.

Katla Tryggvadóttir (Fiorentina) kom inn á í síðari hálfleik í 1:0-tapi gegn Napoli í ítölsku A-deildinni.

Bjarki Steinn Bjarkason (Venezia) lék allan leikinn í 3:0-sigri á Frosinone í ítölsku B-deildinni.

Kína 🇨🇳

Elías Már Ómarsson (Meizhou Hakka) var í byrjunarliði og lék allan leikinn í 1:0-sigri á Qingdao Hainiu í kínversku úrvalsdeildinni. Meizhou Hakka er komið upp úr fallsæti.

Noregur 🇳🇴

Stefán Ingi Sigurðarson (Sandefjord) lék allan leikinn 1:0-sigri á Bryne og er liðið í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar.

Davíð Snær Jóhannsson (Álasund) kom inn á eftir 65 mínútur í 2:0-sigri á Sogndal í norsku B-deildinni, en Ólafur Guðmundsson (Álasund) var ónotaður varamaður.

Skotland 🏴󠁧󠁢󠁳󠁣󠁴󠁿

Tómas Bent Magnússon (Hearts) lék síðustu mínúturnar í 1:0-sigri á Hiberian í grannslag í skosku úrvalsdeildinni.

Svíþjóð 🇸🇪

Fanney Inga Birkisdóttir (Häcken) var í marki í 2:0-sigri á Alingsås og hélt hreinu í annað sinn á tímabilinu.

Mikael Neville Anderson (Djurgården) lék allan leikinn í 1:1-jafntefli við Degerfors í sænsku úrvalsdeildinni.

Ísak Andri Sigurgeirsson (Norrköping) lék allan leikinn í 2:1-tapi gegn GAIS í sænsku úrvalsdeildinni. Jónatan Guðni Arnarsson (Norrköping) kom inn á sem varamaður á 79. mínútu. Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) tók út leikbann í leiknum.

Júlíus Magnússon (Elfsborg) og Ari Sigurpálsson (Elfsborg) léku báðir í 0:2-tapi gegn Mjällby. Júlíus var tekinn af velli á 85. mínútu en Ari kom inn á sem varamaður á 64. mínútu.

Alexandra Jóhannsdóttir (Kristianstad) og Elísa Lana Sigurjónsdóttir (Kristianstad) komu báðar inn á í 2:1-sigri á Vittsjö.

Sviss 🇨🇭

Bergrós Ásgeirsdóttir (Aarau) var í byrjunarliði í 1:1-jafntefli við Rapperswil-Jona í svissnesku úrvalsdeildinni.

Þýskaland 🇩🇪

Glódís Perla Viggósdóttir (Bayern München) kom inn á í 4:0-sigri á Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni.

Jón Dagur Þorsteinsson (Hertha Berlín) lék í 78 mínútur í 2:1-sigri á Preussen Münster í þýsku B-deildinni.

Fyrri frétt

Íslend­ing­arn­ir áber­andi í Evrópukeppnum

Næsta frétt

Viktor Bjarki framlengdi við FC Kaupmannahöfn