Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Svip­mynd­ir frá at­vinnu­manna­ferli Atla Eðvaldssonar

Íslendingavaktin minnist Atla með myndskeiði af nokkrum mörkum sem hann skoraði á atvinnumannaferlinum.

Mynd/RP Online

Atli Eðvaldsson, fyrr­ver­andi landsliðsþjálf­ari, landsliðsfyr­irliði og at­vinnumaður í fótbolta, lést í síðustu viku eftir hetjulega baráttu við krabbamein og verður jarðsung­inn í dag.

Útför­in fer fram frá Hallgrímskirkju og hefst athöfnin kl. 11. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast Atla er bent á styrktarreikning barna hans: 0546-14-403322, kt: 120582-7129.

Atli átti glæstan feril þar sem hann markaði djúp spor í íslenskri fótboltasögu, bæði sem leikmaður og þjálfari.

Á Íslandi lék Atli með Val, KR og HK. Hann hélt út í atvinnumennsku árið 1980 og spilaði á atvinnumannaferli sínum með liðunum Borussia Dortmund, Fortuna Düsseldorf, Uerdingen og TuRU Düsseldorf í Þýskalandi og Genclerbirligi í Tyrklandi.

Í atvinnumennskunni skoraði Atli 72 mörk: 11 fyrir Borussia Dortmund, 39 fyrir Fortuna Düsseldorf, 11 fyrir Uerdingen, 6 fyrir TuRU Düsseldorf og 5 fyrir Gençlerbirliği.

Íslendingavaktin vottar fjölskyldu og vinum Atla innilegar samúðarkveðjur. Megi minning um góðan mann lifa um ókomna tíð, en hér að neðan má sjá nokkur mörk sem Atli skoraði á atvinnumannaferlinum.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið