Fylgstu með okkur:

Fréttir

Andri Lucas einn 60 efni­leg­ustu í heimi

Andri Lucas er á lista The Guardian yfir 60 bestu knatt­spyrnu­menn sem fædd­ir eru árið 2002.

Mynd/Goal

Breska blaðið The Guar­di­an hefur tekið sam­an lista yfir 60 bestu knatt­spyrnu­menn sem fædd­ir eru árið 2002. Listinn er unninn í sam­vinnu við blaðamenn um all­an heim, en Fótbolti.net vakti athygli á þessu í dag.

Hinn ungi og efnilegi Andri Lucas Guðjohnsen, leikmaður unglingaliðs Real Madrid, er á listanum. Í umsögn The Guardian um Andra segir að hann sé mjög sterkur líkamlega og öflugur í loftinu. Þá er talað um að hann sé líka fljótur, teknískur og klókur í að afgreiða marktækifærin með báðum fótum.

Andri Lucas gekk í raðir Real Madrid á síðasta ári, en hann hafði áður leikið með unglingaliðum Barcelona og Espanyol.

„Ef hann heldur áfram sömu framförum þá verður Real í skýjunum með að hafa stolið svona hæfileikum af erkifjendum sínum,“ segir að lokum í umsögn The Guardian um Andra.

Umsögn The Guardian um Andra Lucas. Mynd/Skjáskot af vef Guardian.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir