Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gylfi Þór hitti nafna sinn í Indónesíu

Gylfi Þór hitti í Indónesíu ungan dreng og nafna sinn, að nafni Gylfi Lev Yashin Glenniza.

Það er ekki á hverjum degi sem menn frá Íslandi hitta nafna sinn og hvað þá í útlöndum. Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins, lenti í þessari skemmtilegu upplifun á dögunum.

Gylfi Þór er um þessar mundir að njóta hverrar mínútu í brúðkaupsferð á Balí í Indónesíu ásamt eiginkonu sinni Alexöndru Helgu Ívarsdóttur en þau gengu í það heilaga um miðjan síðasta mánuð við Como-vatn á Ítal­íu, nán­ar til­tekið á Villa Bal­biano.

Gylfi Þór hitti í Indónesíu ungan dreng og nafna sinn, að nafni Gylfi Lev Yashin Glenniza. Faðir drengsins heitir Dex Glenn­iza og starfar sem íþróttafréttamaður í Indónesíu, en hann er mikill aðdáandi Gylfa Þórs og sendi honum skilaboð varðandi að hafa nefnt son sinn eftir honum, sem varð að lokum til þess að þeir nafnar hittust.

„Ég varð að hitta hinn indónesíska Dex, eftir að hann sendi mér skilaboð og sagði mér að hann hefði látið skíra son sinn í höfuðið á mér! Gaman að hitta þig!,“ sagði Gylfi Þór á Instagram-síðu sinni í dag. Myndir af þeim nöfnum má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir