Stjóra Orra sagt upp

Sergio Francisco hefur verið látinn fara sem aðalþjálfari Real Sociedad.
Ljósmynd/Real Sociedad

Sergio Francisco hefur verið látinn fara sem aðalþjálfari Real Sociedad eftir slakt gengi liðsins í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið situr í 15. sæti með sextán stig eftir sextán leiki og er rétt fyrir ofan fallsvæðið.

Francisco tók við liðinu í sumar eftir að hafa stýrt unglingaliðum félagsins en árangurinn með aðalliðið hefur ekki staðist væntingar. Tap gegn Girona á föstudag, hið þriðja í röð, varð til þess að stjórnendur ákváðu að bregðast við.

Ion Ansotegi mun stýra liðinu tímabundið á meðan leitað er að nýjum þjálfara. Orri Steinn Óskarsson hefur verið frá keppni vegna meiðsla en stefnir á endurkomu í næstu leikjum.

Fyrri frétt

Albert aft­ur orðaður við Roma

Næsta frétt

Orðaður við Sampdoria