FC Kaupmannahöfn hefur gert langtímasamning við Gunnar Orra Olsen, 17 ára miðjumann, sem kom til félagsins frá Stjörnunni síðastliðið sumar. Framlengingin er til marks um að ungi leikmaðurinn hafi aðlagast hratt og staðið sig vel í krefjandi umhverfi danska félagsins.
„Þetta samkomulag endurspeglar gagnkvæmt traust og þá sannfæringu að framþróun Gunnars sé á réttri braut,“ sagði Morten Grahn, yfirmaður þróunarmála hjá FC Kaupmannahöfn. „Hann hefur tileinkað sér okkar vinnulag, fengið mikið út úr sterku U19 ára umhverfi og leikjum í Evrópukeppni unglingaliða og sýnt stöðugar framfarir.“
Gunnar Orri fagnar framhaldinu og setur sér skýr markmið. „Ég er stoltur og þakklátur fyrir traustið,“ sagði hann. „Umgjörðin hér er frábær og ég finn hvað ég hef bætt mig. Næsta skref er að vinna mér inn mín fyrstu tækifæri með aðalliðinu á Parken.“
Mikkel Køhler, yfirmaður leikmannaráðninga hjá FC Kaupmannahöfn, segir Gunnar hafa tekið stór skref á stuttum tíma. „Hann hefur unnið mjög vel, sýnt mikinn metnað og stöðugar framfarir,“ sagði hann. „Næsta markmið er að bæta stöðugleikann og hafa meiri áhrif þegar hann nálgast meistaraflokkinn.“