Gunnar og Viktor skoruðu í fyrsta leik tímabilsins

Gunnar Orri og Viktor Bjarki byrjuðu tímabilið af krafti í Danmörku.
Viktor Bjarki. Ljósmynd/FCK

Gunnar Orri Olsen og Viktor Bjarki Daðason, leikmenn FC Kaupmannahafnar, byrjuðu tímabilið af krafti þegar þeir skoruðu í fyrsta leik í dönsku U19 ára deild­inni síðasta föstudag.

U19 ára lið FC Kaupmannahafnar gerði þá 2:2 jafntefli gegn Vejle, þar sem Gunnar Orri jafnaði metin í fyrri hálfleik og Viktor Daði kom liðinu yfir snemma í seinni hálfleik með laglegu skallamarki. Vejle jafnaði undir lokin, en FC Kaupmannahöfn tryggði sér aukapunkt með sigri í vítaspyrnukeppni.

Gunnar Orri. Ljósmynd/FCK.

Fyrri frétt

Freyr prýðir forsíðu VG

Næsta frétt

Norrköping fór áfram