Frá­bær tilþrif hjá Kristali – Myndband

Kristall Máni sýndi skemmtileg tilþrif í leik með Sønderjyske.
Ljósmynd/Sønderjyske

Kristall Máni Ingason lék vel þegar Sønderjyske vann 3:0-heimasigur á Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í fyrradag. Hann kom liðinu yfir á 9. mínútu og er nú kominn með þrjú mörk í átta deildarleikjum á tímabilinu.

Kristall átti jafnframt glæsileg tilþrif þegar hann sendi boltann með hælnum á samherja og klobbaði varnarmann í leiðinni. Þessi skemmtilegu tilþrif má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Sjá einnig: Kristall kom Sønderjyske á bragðið – Myndband

Fyrri frétt

Þjálfarinn hrósaði Viktori – „Getur orðið okkar leynivopn“

Næsta frétt

Egill Orri lagði upp í sigri í Evrópukeppni unglingaliða – Myndband