Fylgstu með okkur:

Fréttir

Einn atvinnumaður erlendis á hverja 5458 íbúa á Íslandi

Ísland er með flesta atvinnumenn erlendis í knattspyrnu miðað við höfðatölu, samkvæmt mánaða uppgjöri hjá CIES Football Observatory.

ÍV/Getty

Fyrir hverja 5458 íbúa sem eru með íslenskt ríkisfang er einn atvinnumaður að leika með liði erlendis. Það þýðir að Ísland er með flesta atvinnumenn erlendis í knattspyrnu miðað við höfðatölu af öllum þeim þjóðum í heiminum sem eru með að minnsta kosti fimmtíu eða fleiri leikmenn að leika hjá öðrum þjóðum. Þetta kemur fram í mánaða uppgjöri hjá CIES Football Observatory sem skráir alls 59 atvinnumenn frá Íslandi.

Sú þjóð sem kemur næst á eftir Íslandi er Svartfjallaland með einn atvinnumann á 7221 íbúa og þriðja þjóðin á eftir Íslandi er Úrúgvæ með einn atvinnumann á 10409 íbúa. Gylfi Sigurðsson, umboðsmaður, vakti fyrst athygli á þessu:

Ekki kemur fram hvaða 59 leikmenn eru skráðir frá Íslandi í samantektinni en talan virðist aðeins eiga við um karlkynsleikmenn. Fleiri en 59 karlkynsleikmenn eru hins vegar á mála hjá erlendum knattspyrnuliðum. Hluti þeirra væri ekki hægt að kalla atvinnumenn, en sumir hafa knattspyrnuiðkun sína sem aukastarf og einnig eru ungir leikmenn sem eru ekki á atvinnumannasamningum. Finna má lista á vef Soccerway yfir íslenska leikmenn sem leika með erlendum liðum og þar eru um 75 karlkynsleikmenn skráðir frá Íslandi, en taka skal fram að eitthvað af nöfnum vantar inn á hann.

Morgunblaðið tók í byrjun febrúar á þessu ári saman lista yfir allar þær atvinnukonur sem leika með erlendum félögum. 19 atvinnukonur voru á þeim lista en síðan þá hefur þeim aðeins fækkað. Tvær atvinnukonur sneru m.a. aftur heim í Pepsi Max-deildina eftir að hafa verið á lánssamningum. Það voru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Mist Pálsdóttir.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir