Fylgstu með okkur:

Fréttir

Arnór lét greiðslurnar fyrir síðasta landsliðsverkefni renna í Minningarsjóð Einars Darra

Arnór hefur ákveðið að láta síðustu greiðslur sínar með landsliðinu renna til Minningasjóðs Einars Darra.

Arnór í leik með Íslandi gegn Andorra í síðustu viku. ÍV/Getty

Arnór Sigurðsson var í leikmannahópi íslenska landsliðsins sem spilaði við Andorra síðasta föstudag og Frakkland sl. mánudag í undankeppni EM 2020.

Hann lék allan tímann í 0-2 útisigri Íslands á Andorra en sat allan tímann á varamannabekknum gegn Frakklandi.

Arnór hefur ákveðið að láta síðustu greiðslur sínar með landsliðinu renna til Minningasjóðs Einars Darra, sem greinir frá þessu á Facebook í dag. Skagafréttir greinir einnig frá þessu.

Minningarsjóður Einars Darra, stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.

Samkvæmt frétt RÚV fá íslenskir landsliðsmenn, í bæði karla- og kvennaflokki, um 300 þúsund kr. fyrir sigurleik og 100 þúsund kr. fyrir leik sem endar í jafntefli.

„Mér finnst mikilægt að styðja við það góða starf sem verið er að vinna“ segir Arnór.

„Þúsund kærleiks þakkir fyrir ómetanlegan stuðning elsku yndislegi Arnór Sigurðsson ❤️💕❤️Stuðningurinn frá þér er okkur virkilega dýrmætur ❤️
#egabaraeittlif“ – segir í Facebook-færslu Minningasjóðs Einars Darra. 

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir