Viðar Örn Kjartansson – Svipmyndir frá atvinnumannaferli

Viðar Örn Kjartansson átti glæsilegan feril sem atvinnumaður.
Ljósmynd/Aftenposten

Viðar Örn Kjartansson átti glæsilegan feril sem atvinnumaður og var sérstaklega þekktur fyrir markaskorun sína. Hann hóf feril sinn með Selfossi og vakti fyrst verulega athygli árið 2013 með Fylki.

Árið 2014 gekk hann til liðs við Vålerenga í Noregi, þar sem hann skoraði 25 mörk í 29 deildarleikjum og varð markakóngur norsku úrvalsdeildarinnar.

Velgengni hans leiddi til félagaskipta til Kína árið 2015, þar sem hann spilaði með Jiangsu Sainty og vann kínversku bikarkeppnina. Hann lék síðar með Malmö FF í Svíþjóð og varð sænskur meistari með þeim og færði sig svo yfir til Maccabi Tel Aviv í Ísrael þar sem hann varð markahæsti leikmaður deildarinnar.

Viðar hefur einnig leikið með liðum í Rússlandi, Tyrklandi, Grikklandi og aftur í Svíþjóð og Noregi, áður en hann sneri heim til Íslands í fyrra og gekk til liðs við KA.

Hér er neðan má sjá svipmyndir frá atvinnumannaferli hans.

Fyrri frétt

Ísak er í fremstu röð

Næsta frétt

Ísak Snær á leið til Lyngby á láni