Valinn í úrvalslið lokaumferðarinnar í Svíþjóð

Daníel Tristan er í liði umferðarinnar í Svíþjóð.
Ljósmynd/Expressen

Daníel Tristan Guðjohnsen, leikmaður Malmö, hef­ur verið út­nefnd­ur í úr­valslið lokaum­ferðar sænsku úrvalsdeildarinnar að mati FotbollDirekt eftir góðan leik í 2:1-sigri á GAIS í gær.

Markið kom á 62. mínútu þegar Daníel lék á varnarmann og skoraði af öryggi innan teigs. Með sigrinum fór Malmö upp fyrir AIK og endaði tímabilið í sjötta sæti.

Daníel hefur átt gott ár í Svíþjóð og verið á meðal áberandi leikmanna Malmö á tímabilinu. Þetta er í þriðja sinn á tímabilinu sem hann er valinn í úrvalslið umferðarinnar, en hann lauk sínu fyrsta heila tímabili sem atvinnumaður með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í 23 leikjum.

Fyrri frétt

Albert í liði umferðarinnar á Ítalíu

Næsta frétt

María skoraði og lagði upp