Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Gwangju FC þegar liðið vann 2:0-sigur á Jeju United í úrvalsdeildinni í Suður-Kóreu í dag.
Hólmbert kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og skoraði annað mark leiksins í uppbótartíma sem innsiglaði sigurinn.
Eftir leikinn fagnaði Hólmbert með stuðningsmönnum Gwangju, vafinn í íslenska fánann, og stjórnaði sigursöng á heimavelli liðsins.
Gwangju er í efsta sæti neðri hluta deildarinnar með 48 stig eftir 35 leiki og getur tryggt sæti sitt í úrvalsdeildinni með sigri gegn Daegu í næstu umferð.