Stefán skoraði og tók óléttufagnið – Myndband

Stefán Ingi fagnaði marki sínu á táknrænan hátt til merkis um væntanlegt barn hjá sér og maka sínum.
Ljósmynd/Sandefjord

Stefán Ingi Sigurðarson var á skotskónum fyrir Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið vann 3:1-sigur á Molde á útivelli.

Stefán Ingi kom Sandefjord í 2:1 rétt fyrir leikhlé með skallamarki af stuttu færi og fagnaði markinu með því að setja boltann undir treyjuna og sjúga þumalinn, til merkis um að hann og maki hans eigi von á barni. Markið og fagnið má sjá neðst í fréttinni.

Stefán Ingi er nú þriðji markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar með 13 mörk á tímabilinu. Sandefjord er í fimmta sæti deildarinnar eftir 24 umferðir.

Fyrri frétt

Skalla­mark Söndru – Myndband

Næsta frétt

Kristall skoraði í öruggum sigri