Sandra María Jessen skoraði sigurmarkið þegar Köln lagði RB Leipzig að velli, 1:0, í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Um var að ræða Íslendingaslag, en Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var jafnframt í byrjunarliði Leipzig.
Sandra María var í byrjunarliði Köln og lét snemma að sér kveða í seinni hálfleik þegar hún kom boltanum í netið og tryggði liðinu forystuna.
Með markinu er Sandra María komin í hóp markahæstu leikmanna deildarinnar á tímabilinu, aðeins einu marki frá toppnum. Hún hefur verið lykilmaður í liði Köln í vetur og átt stóran þátt í góðum úrslitum liðsins.
Sigurinn reyndist dýrmætur fyrir Köln, sem situr nú í 8. sæti deildarinnar með 21 stig, á meðan Leipzig er neðar í töflunni.
Markið hjá Söndru má sjá hérna.