Panathinaikos ósigrað með Sverri í vörninni

Það gengur betur hjá Panathinaikos þegar Sverrir Ingi er í vörninni.
Ljósmynd/Panathinaikos

Sverrir Ingi Ingason hefur unnið sér á ný fast sæti í liði Panathinaikos eftir að nýr þjálfari tók við stjórn liðsins. Frammistaða hans hefur fært vörninni aukinn stöðugleika, en Panathinaikos hefur ekki tapað leik með Sverri í byrjunarliði á tímabilinu og aðeins fengið á sig tvö mörk í þeim fjórum leikjum sem hann hefur verið í vörn liðsins.

Í upphafi tímabilsins sat Sverrir að mestu á varamannabekknum, en með komu nýs þjálfara hefur hlutverk hans aukist. Grískir fjölmiðlar hafa hrósað Sverri fyrir festu og forystu í vörninni og bent á að nærvera hans hafi styrkt liðið bæði varnarlega og andlega.

Sverrir hefur með sterkum frammistöðum svarað trausti þjálfarans og stuðningsmanna og er nú orðinn einn af lykilmönnum Panathinaikos í baráttunni um efstu sætin í grísku úrvalsdeildinni. Liðið hefur verið að rétta úr kútnum eftir slaka byrjun á tímabilinu og vann í gær 1:0-heimasigur á Atromitos, þar sem Sverrir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar.

Fyrri frétt

Krefjast meira af Alberti

Næsta frétt

Fór á bekkinn vegna agabrots hjá Midtjylland