María skoraði og lagði upp

María Gros var enn og aftur á meðal bestu leikmanna Linköping.
Ljósmynd/Instagram/@mariiagros

María Catharina Ólafsdóttir Gros var enn og aftur á meðal bestu leikmanna Linköping þegar liðið gerði 2:2-jafntefli við Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

María skoraði fyrra mark Linköping og lagði það seinna upp, en liðið er þegar fallið úr deildinni þegar ein umferð er eftir. Hún hefur á tímabilinu skorað sjö mörk og lagt upp þrjú til viðbótar.

Hjá Kristianstad átti Alexandra Jóhannsdóttir stoðsendingu í fyrra markinu og lék vel ásamt Elísu Lönu Sigurjónsdóttur, en þær fóru báðar af velli þegar um tuttugu mínútur voru eftir. Með þessu jafntefli heldur Kristianstad sjötta sætinu í deildinni.

Ingibjörg Sigurðardóttir kom síðan inn af varamannabekknum í 2:1-sigri Freiburg á Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta var kærkominn sigur fyrir Freiburg sem hafði fyrir leikinn tapað þremur leikjum í röð og Ingibjörg lék lokamínúturnar í vörninni.

Fyrri frétt

Valinn í úrvalslið lokaumferðarinnar í Svíþjóð

Næsta frétt

Breki kom við sögu í sigri Esbjerg