Logi Tómasson, leikmaður Samsunspor, hefur í annað sinn á leiktíðinni verið valinn í lið umferðarinnar í tyrknesku úrvalsdeildinni eftir sterka frammistöðu í 3:1-sigri á Kayserispor um nýliðna helgi.
Logi lék allan leikinn í vinstri bakverði og átti stoðsendingu þegar hann lagði upp fyrsta mark leiksins með nákvæmri fyrirgjöf frá vinstri á lokamínútu fyrri hálfleiks. Hann var líflegur allan leikinn, bæði í uppspili og vörn, og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína. Stoðsendingu hans má sjá hér að neðan.
Tyrknesku miðlarnir beIN Sports, Asist Analiz og FutbolArena völdu hann allir í lið umferðarinnar. Logi hefur verið fastur maður í byrjunarliði Samsunspor frá því hann kom til liðsins frá Strømsgodset í sumar. Samsunspor situr nú í sjötta sæti deildarinnar með 16 stig eftir níu umferðir.