Hildur Antonsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins þegar Madrid CFF lagði Sevilla, 3:1, í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Markið kom á 32. mínútu þegar Hildur var vel vakandi í teignum og setti boltann örugglega framhjá markverði Sevilla. Þetta var fyrsta mark hennar á tímabilinu en hún hefur áður lagt upp þrjú mörk fyrir samherja sína í deildinni. Mark hennar má sjá hér að neðan.
Sevilla jafnaði metin snemma í seinni hálfleik, en Madrid náði fljótt aftur tökum á leiknum og bætti við tveimur mörkum á lokakaflanum. Hildur lék allan leikinn og var áberandi í leik liðsins.
Madrid CFF er nú í fimmta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar með 14 stig eftir átta umferðir.