Mikael skoraði í tapi Djurgården – Myndband

Mikael Neville skoraði fyrir Djurgården þegar liðið tapaði fyrir GAIS í Svíþjóð.
Ljósmynd/Djurgården

Mikael Neville Anderson skoraði eitt marka Djurgården í 3:2-tapi liðsins gegn GAIS í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Mikael lék í 89 mínútur á miðjunni og minnkaði muninn í 3:2 með góðu marki á 70. mínútu, en þrátt fyrir mikla pressu undir lok leiks tókst Djurgården ekki að jafna metin.

Mark Mikaels var hans þriðja í tólf deildarleikjum fyrir Djurgården frá því hann gekk í raðir liðsins frá AGF í sumar. Djurgården er í sjöunda sæti deildarinnar með 42 stig eftir 27 umferðir.

Fyrri frétt

Stuðningsmenn Brann sungu nafnið hans Eggerts – Myndband

Næsta frétt

Hildur skoraði í sigri Madrid CFF – Myndband