Fylgstu með okkur:

Fréttir

Glæsimark Gylfa tilnefnt sem mark mánaðarins

Markið glæsi­lega, sem Gylfi Þór skoraði í síðasta mánuði hef­ur verið til­nefnt sem eitt af mörk­um októ­ber­mánaðar.

ÍV/Getty

Fyrsta markið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð í leik með Everton gegn West Ham United er til­nefnt sem eitt af mörk­um októ­ber­mánaðar.

Gylfi skoraði markið með glæsi­legu skoti þann 19. október síðastliðinn þegar hann innsiglaði sigur Everton, 2-0, í uppbótartíma.

Markið var tímamótamark fyrir Gylfa en þetta var hans 60. mark á ferl­in­um í ensku úr­vals­deild­inni. Myndband af markinu frá öll­um sjón­ar­horn­um má sjá hér að neðan.

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir