Fyrsta markið sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð í leik með Everton gegn West Ham United er tilnefnt sem eitt af mörkum októbermánaðar.
Gylfi skoraði markið með glæsilegu skoti þann 19. október síðastliðinn þegar hann innsiglaði sigur Everton, 2-0, í uppbótartíma.
Markið var tímamótamark fyrir Gylfa en þetta var hans 60. mark á ferlinum í ensku úrvalsdeildinni. Myndband af markinu frá öllum sjónarhornum má sjá hér að neðan.