Emil Hallfreðsson – Svipmyndir frá atvinnumannaferli

Emil Hallfreðsson átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður. Sjáðu svipmyndir frá atvinnumannaferli hans.
Ljósmynd/Calcio Hellas

Emil Hallfreðsson, fæddur árið 1984, átti langan og farsælan feril og lék lengi sem atvinnumaður. Hann var þekktur fyrir stöðugar frammistöður í hlutverki miðjumanns, bæði á miðjunni og á vinstri kanti.

Emil hóf feril sinn í meistaraflokki með FH áður en hann færði sig til Tottenham Hotspur árið 2005. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað með aðalliði Tottenham, þá öðlaðist hann dýrmæta reynslu á láni hjá Malmö FF í Svíþjóð, þar sem hann vakti athygli með því að skora fimm mörk í 19 leikjum.

Ferill hans tók svo á sig skýrari mynd á Ítalíu. Eftir stutt stopp hjá Lyn Oslo í Noregi gekk hann til liðs við Reggina í ítölsku A-deildinni og skoraði þar frægt mark gegn Juventus. Eftir lánsdvöl hjá Barnsley í ensku B-deildinni sneri hann aftur til Ítalíu og gekk í raðir Hellas Verona.

Á árunum 2010 til 2016 varð hann einn af ástsælustu leikmönnum Hellas Verona og átti stóran þátt í því að koma liðinu upp úr ítölsku C-deildinni í ítölsku A-deildina. Ró hans á vellinum, vinnusemi og sendingargeta voru meðal hans helstu styrkleikar, ásamt því að skora glæsileg mörk.

Síðar lék hann með liðum á borð við Udinese, Frosinone, Padova og Virtus Verona áður en hann lagði skóna á hilluna árið 2023.

Hér er neðan má sjá svipmyndir frá atvinnumannaferli hans.

Fyrri frétt

Brynjólfur skoraði með skalla

Næsta frétt

Byrjar undirbúningstímabilið á skotskónum