Breki kom við sögu í sigri Esbjerg

Breki lék í sigri Esbjerg í Danmörku.
Ljósmynd/Esbjerg

Breki Baldursson kom við sögu þegar Esbjerg styrkti stöðu sína í toppbaráttu dönsku B-deildarinnar með 4:2-sigri á Middelfart í kvöld. Sigurinn var sá þriðji í röð hjá Esbjerg í deildinni.

Breki, sem er 19 ára og uppalinn hjá Fram, hefur fengið aukið traust hjá danska liðinu síðustu vikur og verið reglulega í leikmannahópnum. Hann kom inn á 82. mínútu í leiknum í kvöld og hafði einnig fengið tækifæri í leikjum gegn Randers og Aarhus Fremad á dögunum.

Esbjerg situr nú í 4. sæti deildarinnar með 26 stig, aðeins þremur stigum frá efsta sæti. Deildin fer í hlé í lok mánaðarins, en áður bíða liðsins mikilvægir leikir gegn Lyngby og Hvidovre. Í desember mætir Esbjerg svo FC Kaupmannahöfn í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Fyrri frétt

María skoraði og lagði upp