Albert Guðmundsson skoraði úr vítaspyrnu fyrir Fiorentina í 2:2-jafntefli gegn Bologna í ítölsku A-deildinni í kvöld.
Leikurinn fór fram á heimavelli Fiorentina sem hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Gestirnir frá Bologna komust í 2:0 snemma í síðari hálfleik og útlitið dökkt fyrir heimamenn. Þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka fékk Fiorentina hins vegar vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd varnarmanns. Albert steig þá á punktinn og skoraði af miklu öryggi neðst í vinstra hornið, eins og sjá má hér að neðan.
Heimamenn jöfnuðu síðan í uppbótartíma með annarri vítaspyrnu og lauk leiknum 2:2. Albert lék allan leikinn. Þrátt fyrir stigið situr Fiorentina áfram í 18. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir átta umferðir.
Mikael Egill Ellertsson lék jafnframt allan leikinn með Genoa í 2:1-tapi gegn Torino, þar sem sigurmarkið kom undir lok leiks. Genoa er í botnsæti deildarinnar með þrjú stig.