Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina, var valinn í úrvalslið 11. umferðar ítölsku A-deildarinnar. Hann skoraði eitt mark í 2:2-jafntefli við Genoa um nýliðna helgi.
Albert jafnaði metin á 20. mínútu með marki úr vítaspyrnu gegn sínu gamla félagi og sýndi yfirvegun á punktinum. Hann ákvað að halda aftur af sér í fagnaðarlátunum af virðingu við Genoa, en markið má sjá neðst í fréttinni.
Þetta var annað mark Alberts á tímabilinu og hann var tekinn af velli undir lok leiks. Fiorentina situr neðst í deildinni með fimm stig eftir ellefu umferðir.