Verðmæt­ustu knatt­spyrnumenn Íslands – Uppfærður listi

Þeir verðmæt­ustu samkvæmt vefsíðu sem sér­hæf­ir sig í að halda utan um markaðsvirði knattspyrnumanna.
ÍV/Samsett

Vefsíðan Trans­fer­markt, sem sér­hæf­ir sig í að halda utan um verðmæti knattspyrnumanna, hefur uppfært markaðsvirði flestra íslenskra atvinnumanna.

Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er langverðmætasti knattspyrnumaður Íslands samkvæmt mati Transfermarkt en verðmiði hans hefur lækkað töluvert. Um mitt ár var Gylfi metinn á 35 milljónir evra, jafnvirði um fimm milljarða íslenskra króna, en nú er verðmiðinn kominn niður í 28 milljónir evra, eða jafngildi 3,8 milljarða íslenskra króna.

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, er næstverðmætasti leikmaðurinn, metinn á 10 milljónir evra, jafngildi 1,3 milljarða íslenskra króna, og tekur þar með framúr Alfreð Finnbogasyni, sem minnkar í markaðsvirði um 6 milljónir evra. Skagamaðurinn ungi og efnilegi Arnór Sigurðsson er fjórði í röðinni, metinn á tæpan einn milljarð íslenskra króna.

Í tilfelli virði hvers og eins leikmanns skýrist verðmiðinn af margvíslegum þáttum eins og árangri leikmanna með félagsliðum sínum, launum þeirra, lengd samninga og fleira. Verðmiðinn uppfærist tvisvar sinnum á ári, um mitt ár og í lok árs.

Hér að neðan má sjá markaðsvirði þeirra þrjátíu verðmætustu knattspyrnumanna frá Íslandi. Tveir þeirra hafa ekki fengið nýlega uppfærslu en þeir eru Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason, leikmenn Al-Arabi í Katar.

Grænt merki gefur til kynna að leikmaður hafi hækkað í virði, hvítt þýðir óbreytt og rautt á við um lækkun í virði.

Þrjátíu verðmætustu leikmenn Íslands:

1 Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – 28 milljónir evra (3,8 milljarða íslenskra króna) 🔴

2 Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – 10 milljónir evra (1,3 milljarða íslenskra króna) ⚪

3 Alfreð Finnbogason, Augsburg – 9 milljónir evra (1,2 milljarða íslenskra króna) 🔴

4 Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva – 7 milljónir evra (950 milljónir íslenskra króna) ⚪

5 Hörður Björgvin Magnússon, CSKA Moskva – 5 milljónir evra (679 milljónir íslenskra króna) ⚪

6 Sverrir Ingi Ingason, PAOK – 4 milljónir evra (543 milljónir íslenskra króna) ⚪

7 Ragnar Sigurðsson, Rostov – 2,8 milljónir evra (380 milljónir íslenskra króna) 🔴

8 Aron Einar Gunnarsson, Al-Arabi – 2,5 milljónir evra (340 milljónir íslenskra króna) ⚪

9 Björn Bergmann Sigurðarson, Rostov – 2,5 milljónir evra (340 milljónir íslenskra króna) 🔴

10 Albert Guðmundsson, AZ Alkmaar – 2,5 milljónir evra (340 milljónir íslenskra króna) ⚪

11 Hólmar Örn Eyjólfsson, Levski Sofia – 2 milljónir evra (272 milljónir íslenskra króna) ⚪

12 Birkir Bjarnason, Al-Arabi – 1,5 milljónir evra (204 milljónir íslenskra króna) 🔴

13 Jón Daði Böðvarsson, Millwall – 1,5 milljónir evra (204 milljónir íslenskra króna) 🔴

14 Viðar Örn Kjartansson, Rostov, á láni hjá Rubin Kazan – 1,5 milljónir evra (204 milljónir íslenskra króna) ⚪

15 Rúnar Alex Rúnarsson, Dijon – 1,5 milljónir evra (204 milljónir íslenskra króna) 🔴

16 Arnór Ingvi Traustason, Malmö – 1,3 milljónir evra (177 milljónir íslenskra króna) 🟢

17 Mikael Anderson, Midtjylland – 1,3 milljónir evra (177 milljónir íslenskra króna) 🟢

18 Rúnar Már Sigurjónsson, Astana – 1 milljón evra (136 milljónir íslenskra króna) 🟢

19 Guðmundur Þórarinsson, Norrköping – 1 milljón evra (136 milljónir íslenskra króna) ⚪

20 Guðlaugur Victor Pálsson, Darmstadt – 900 þúsund evrur (122 milljónir íslenskra króna) ⚪

21 Kolbeinn Sigþórsson, AIK – 800 þúsund evrur (109 milljónir íslenskra króna) 🔴

22 Jón Guðni Fjóluson, Krasnodar – 800 þúsund evrur (109 milljónir íslenskra króna) 🔴

23 Hjörtur Hermannsson, Bröndby – 800 þúsund evrur (109 milljónir íslenskra króna) ⚪

24 Jón Dagur Þorsteinsson, AGF – 800 þúsund evrur (109 milljónir íslenskra króna) 🟢

25 Elías Már Ómarsson, Excelsior – 750 þúsund evrur (102 milljónir íslenskra króna) 🔴

26 Matthías Vilhjálmsson, Vålerenga – 600 þúsund evrur (81 milljón íslenskra króna) 🔴

27 Ögmundur Kristinsson, AE Larissa – 600 þúsund evrur (81 milljón íslenskra króna) ⚪

28 Diego Jóhannesson, Real Oviedo – 600 þúsund evrur (81 milljón íslenskra króna) 🔴

29 Rúrik Gíslason, Sandhausen – 550 þúsund evrur (75 milljónir íslenskra króna) 🔴

30 Emil Hallfreðsson, án félags – 500 þúsund evrur (68 milljónir íslenskra króna) ⚪

Fyrri frétt

Grét gleðitárum þegar Sara Björk mætti óvænt

Næsta frétt

Launahæstu knattspyrnumenn Íslands – Gylfi í sérflokki