Fylgstu með okkur:

Fréttir

Grét gleðitárum þegar Sara Björk mætti óvænt

Ung og efnileg fótboltastelpa grét gleðitárum þegar Sara Björk mætti óvænt í sjúkraþjálfunartíma til hennar.

Mynd/Facebook

Ung og efnileg fótboltastelpa úr Val, Eva Stefánsdóttir, grét gleðitárum þegar Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði og leikmaður þýska meistaraliðsins Wolfsburg, mætti í gær óvænt í sjúkraþjálfunartíma til hennar.

Eva, sem er 14 ára gömul, varð fyrir því óhappi í sumar að slíta krossband og er búin að vera í endurhæfingu síðustu mánuðina. Í gær hljóp hún í fyrsta sinn í sjúkraþjálfunartíma eftir meiðslin. Sara Björk mætti til hennar óvænt til að sýna stuðning og færði henni eintak af bókinni sinni, Óstöðvandi, sem er skráð af Magnúsi Erni Helgasyni.

„Eva Stefánsdóttir er 14 ára gömul fótboltastelpa sem spilar með Val. Hún varð fyrir því óláni í sumar að slíta krossband og hefur síðustu mánuði verið í endurhæfingu eftir meiðslin. Í dag fékk hún að hlaupa í fyrsta skipti í sjúkraþjálfunartíma og ég ákvað að koma henni á óvart – sýna stuðning og færa henni eintak af bókinni minni.
Geggjað að sjá hana hlaupa eftir langan tíma með tárin í augunum af gleði! Hlakka til fylgjast með þessari efnilegu stelpu í framtíðinni!,“ segir Sara Björk í færslu á Facebook síðu sinni og lætur myndband fylgja með:

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir