Hákon Arnar Haraldsson lék stóran þátt í yfirburðasigri Lille á Metz, 6:1, í frönsku úrvalsdeildinni á sunnudag.
Skagamaðurinn var í byrjunarliði Lille og átti frábæran leik. Hann lagði upp fjórða mark leiksins fyrir Romain Perraud á 64. mínútu og skoraði sjálfur sjötta markið í uppbótartíma. Þetta var annað deildarmark hans í röð og fimmta mark hans á tímabilinu, auk þess sem hann átti sína fyrstu stoðsendingu í deildinni í vetur.
Lille er nú í fimmta sæti frönsku deildarinnar með 17 stig eftir níu leiki, þremur stigum á eftir toppliði Paris Saint-Germain.
Hér má sjá markið og stoðsendinguna hjá Hákoni Arnari.