Katla tryggði Fiorentina dramatískan sigur – Myndband

Katla var hetja Fiorentina þegar hún skoraði sigurmark í dramatískum sigri liðsins.
Ljósmynd/Fiorentina

Katla Tryggvadóttir skoraði sigurmark Fiorentina í fyrsta sigri liðsins á tímabilinu, 4:3, gegn AC Milan í ítölsku A-deildinni í dag.

Katla kom inn á sem varamaður þegar rúmur hálftími var eftir af leiknum, í stöðunni 2:2. Milan komst yfir undir lok venjulegs leiktíma, en Fiorentina jafnaði metin og Katla skoraði sigurmarkið þegar sjö mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Mark hennar má sjá hér að neðan.

Markið var það fyrsta sem Katla skorar fyrir Fiorentina frá því hún gekk í raðir liðsins frá Kristianstad í sumar. Fiorentina er með fjögur stig eftir þrjár umferðir og situr í fimmta sæti.

Fyrri frétt

Fátt um fína drætti

Næsta frétt

Eggert Aron skoraði tvö í ör­ugg­um sigri