Sandra skoraði í leik sem var frestað – Myndband

Sandra María skoraði fyrir Köln í leik sem var stöðvaður vegna bilunar á flóðljósum.
Ljósmynd7Köln

Sandra María Jessen skoraði mark fyrir Köln þegar liðið tók á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í gær. Hún kom Köln yfir strax á fyrstu mínútu leiksins með góðu skallamarki, en leikurinn tók óvænta stefnu þegar flóðljósin á vellinum slökknuðu skömmu fyrir hálfleik.

Vandræði með lýsinguna urðu til þess að leikurinn var stöðvaður á 41. mínútu og þrátt fyrir tilraunir til að kveikja á ljósunum aftur tókst það ekki. Eftir nær klukkustundar bið var ákveðið að fresta leiknum.

Sandra María hefur verið í góðu formi að undanförnu og skoraði tvö mörk í síðustu umferð. Hér að neðan má sjá markið hjá Söndru í gær (prófaðu að endurhlaða síðuna ef það birtist ekki).

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by 1. FC Köln Frauen (@fckoeln_frauen)

Fyrri frétt

Fór á bekkinn vegna agabrots hjá Midtjylland

Næsta frétt

Cecilía hélt hreinu í stórsigri Inter