Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton, er langlaunahæsti íslenski atvinnumaðurinn enn eitt árið. Þetta kemur fram í áramótablaði Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem kom út í gær. Þar er birtur listi yfir 32 launahæstu íslensku íþróttamennina.
Gylfi Þór fær um 62,5 milljónir íslenskra króna í laun á mánuði og nema árslaun hans um 750 milljónum króna og er hann langtekjuhæsti íslenski íþróttamaðurinn.
Næstur á eftir Gylfa er Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley, með árslaun upp á 300 milljónir íslenskra króna.
Í þriðja sæti er Birkir Bjarnason, leikmaður Al-Arabi, með um 290 milljónir króna á ári og samherji hans, Aron Einar Gunnarsson er í sætinu fyrir neðan, með um 230 milljónir króna. Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, er í fimmta sæti, með um 220 milljónir á ári.
Í sætum sex til tíu yfir áætluð árslaun eru – í þessari röð – Björn Bergmann Sigurðarson (með um 190 milljónir króna), Hörður Björgvin Magnússon (með um 185 milljónir króna) og Sverrir Ingi Ingason (með um 180 milljónir króna), Viðar Örn Kjartansson (með um 180 milljónir króna) og Ragnar Sigurðsson (með um um 175 milljónir króna).
Rúnar Már Sigurjónsson var sá leikmaður sem hækkaði mest í launum á milli ára en hann gekk í raðir Astana í Kasakstan um mitt ár og er með um 110 milljónir króna á ári.
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður AIK, og Aron Jóhannsson, leikmaður Hammarby, lækkuðu hins vegar talsvert í launum á milli ára. Kolbeinn lækkaði úr 130 milljónum króna niður í 30 milljónir og Aron fer úr 200 milljónum króna niður í 45 milljónir.
Listi Viðskiptablaðsins yfir 32 launahæstu íslensku íþróttamennina:
Gylfi Þór Sigurðsson – Everton – um 750 milljónir króna
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – um 300 milljónir króna
Birkir Bjarnason – Aston Villa/Al-Arabi – um 290 milljónir króna
Aron Einar Gunnarsson – Cardiff/Al-Arabi – um 230 milljónir króna
Alfreð Finnbogason – Augsburg – um 220 milljónir króna
Björn Bergmann Sigurðarson – Rostov – um 190 milljónir króna
Hörður Björgvin Magnússon – CSKA Moskva – um 185 milljónir króna
Sverrir Ingi Ingason – Rostov/PAOK – um 180 milljónir króna
Viðar Örn Kjartansson – Rubin Kazan – um 180 milljónir króna
Ragnar Sigurðsson – Rostov- um 175 milljónir króna
Jón Daði Böðvarsson – Millwall – um 130 milljónir króna
Jón Guðni Fjóluson – Krasnodar – um 120 milljónir króna
Rúnar Már Sigurjónsson – Astana – um 110 milljónir króna
Arnór Sigurðsson – CSKA Moskva- um 100 milljónir króna
Aron Pálmarsson (handboltamaður) – Barcelona – um 80 milljónir króna
Emil Hallfreðsson – Udinese (án liðs í dag) um 70 milljónir króna
Guðlaugur Victor Pálsson – Darmstadt – um 70 milljónir króna
Rúnar Alex Rúnarsson – Dijon – um 60 milljónir króna
Rúrik Gíslason – Sandhausen – um 55 milljónir króna
Ari Freyr Skúlason – Oostende – um 50 milljónir króna
Guðjón Valur Sigurðsson (handboltamaður) – Barcelona – um 50 milljónir króna
Matthías Vilhjálmsson – Vålerenga – um 45 milljónir króna
Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar – um 45 milljónir króna
Aron Jóhannsson – Hammarby – um 45 milljónir króna
Guðmundur Þórarinsson – IFK Norrköping – um 40 milljónir króna
Hjörtur Hermannsson – Brøndby – um 40 milljónir króna
Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – um 40 milljónir króna
Andri Rúnar Bjarnason – Kaiserlautern – um 35 milljónir króna
Arnór Ingvi Traustason – Malmö – um 30 milljónir króna
Kolbeinn Sigþórsson – AIK – um 30 milljónir króna
Arnór Smárason – Lillestrøm – um 20 milljónir króna
Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta.