Hörður heiðraði minningu Baldock

Hörður Björgvin leikur nú í treyju númer 32 til að heiðra minningu George Baldock.
Ljósmynd/Levadiakos

Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Levadiakos í Grikklandi, hefur heiðrað minningu fyrrverandi samherja síns, George Baldock, með tveimur einlægum færslum á samfélagsmiðlum.

Hörður Björgvin og Baldock léku saman hjá Panathinaikos og áttu náið vináttusamband. Hörður hefur haldið minningu hans á lofti og klæðist nú treyju númer 32, sama númeri og Baldock bar á sínum tíma með Panathinaikos.

Í færslu sem hann birti skrifaði Hörður meðal annars að ár væri liðið frá því að Baldock kvaddi, en að enginn dagur líði án þess að hans sé minnst. Hann lýsti honum sem ástsælum vini sem eigi ávallt stað í hjörtum þeirra sem þekktu hann.

Síðar birti Hörður mynd af sér í treyju númer 32 og bætti við að það væri honum sérstakur heiður að bera númerið sem vinur hans hafði áður klæðst.

Ljósmynd/Instagram@hordurmagnusson
Ljósmynd/Instagram@hordurmagnusson
Fyrri frétt

Grétar Rafn gegnir lykilhlutverki í þjálfaraleit Rangers

Næsta frétt

Mikael var tilnefndur sem leikmaður mánaðarins