Nökkvi lét til sín taka – Myndband

Nökkvi Þeyr lét til sín taka í Hollandi.
Ljósmynd/Sparta

Nökkvi Þeyr Þórisson nýtti vel tækifærið sem hann fékk í byrjunarliði Sparta Rotterdam þegar liðið vann stórsigur á Willem II, 5:1, í 32-liða úrslitum hollensku bikarkeppninnar í fyrradag.

Nökkvi, sem hefur að mestu komið við sögu af varamannabekknum í vetur, var í byrjunarliðinu og skilaði sterkri frammistöðu. Hann lagði upp eitt mark í fyrri hálfleik og bætti síðan sjálfur við marki þegar líða tók á seinni hálfleikinn, sem má sjá hér að neðan.

Framherjinn lék fyrstu 80 mínútur leiksins áður en hann var tekinn af velli. Sparta skoraði tvö mörk til viðbótar undir lokin og tryggði sér þar með öruggt sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Fyrri frétt

Hrannar Snær til Kristiansund

Næsta frétt

Kristian skoraði í bikarnum – Myndband