Jóhann Berg skoraði tvennu – Sjáðu mörkin

Jóhann Berg gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk.
Ljósmynd/Al-Dhafra

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði bæði mörk Al-Dhafra í 4:2-tapi gegn Al-Jazira í efstu deild Sameinuðu arabísku furstadæmanna í gær.

Al-Dhafra lenti 2:0 undir en Jóhann minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiks. Al-Jazira bætti síðan við tveimur mörkum í seinni hálfleik áður en Jóhann skoraði á ný og minnkaði muninn í 4:2, sem urðu lokatölur leiksins.

Eftir níu umferðir er Al-Dhafra í 8. sæti deildarinnar með 12 stig, en Jóhann Berg hefur komið við sögu í sjö leikjum og hefur í þeim skorað tvö mörk og lagt upp önnur tvö.

Mörkin hjá Jóhanni í gær má sjá hér að neðan.

Fyrri frétt

Sandra gerði sigurmarkið