Kristian Nökkvi Hlynsson var rekinn af velli undir lok leiks þegar Twente gerði markalaust jafntefli við Telstar á heimavelli í hollensku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann var í byrjunarliði heimamanna og lék á miðjunni, en atburðaríkar lokamínútur urðu honum að falli.
Á 90. mínútu hafði Kristian komið Twente í hagstæða stöðu þegar leikmaður Telstar var rekinn af velli eftir að hafa slegið til hans í átökum á vellinum. Skömmu síðar, í uppbótartímanum, fékk Kristian hins vegar sjálfur að líta rauða spjaldið eftir að hafa farið harkalega í tæklingu fyrir framan vítateig andstæðingsins.
Hérna er hægt að sjá atvikð.
Twente hafði yfirhöndina stærstan hluta leiksins en náði ekki að brjóta niður vörn gestanna. Liðið er nú í 8. sæti með 16 stig eftir tólf leiki, tólf stigum á eftir toppliðunum Feyenoord og PSV. Telstar, sem er í næstneðsta sæti, fékk kærkomið stig á útivelli eftir erfiða byrjun á tímabilinu.