Umfjöllun
Wolfsburg skoraði átta mörk
Sara Björk og liðsfélagar hennar í Wolfsburg rótburstuðu Jena í Þýskalandi í dag.
-
-
eftir
Íslendingavaktin

ÍV/Getty
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg rótburstuðu Jena, 8-1, í þýsku Bundesligunni í dag.
Sara Björk var í byrjunarliðinu hjá Wolfsburg en var skipt af velli á 75. mínútu þegar staðan var 7-1.
Pernille Harder gerði þrennu fyrir Wolfsburg og Alexandra Popp skoraði tvö mörk fyrir liðið. Noelle Maritz, Dominique Bloodworth og Felicitas Rauch gerðu svo sitt markið hver.
Wolfsburg er nú búið að vinna alla fimm leiki sína í deildinni og hefur þriggja stiga forskot á toppnum með 15 stig. Þá er liðið búið að skora 21 mark og fá aðeins tvö á sig.
Rúrik Gíslason lék ekki með Sandhausen vegna veikinda þegar liðið tapaði 2-0 fyrir St. Pauli í þýsku B-deildinni í dag. Sandhausen er 7. sæti með 11 stig eftir átta umferðir.
Kristianstad gerði jafntefli
Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir spiluðu allan leikinn með Kristianstad þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Piteå í sænsku úrvalsdeildinni.
Kristianstad er í 4. sæti deildarinnar en liðið hefur aðeins tapað einum leik af síðustu tíu í deildinni.

Ekki missa af
-
Myndskeið
/ 4 dagar síðanÁrni skoraði tvö og lagði eitt upp
Árni átti í dag frábæran leik fyrir Kolos Kovalivka en hann skoraði tvö mörk...
eftir Íslendingavaktin -
Fréttir
/ 5 dagar síðanÖgmundur skráði nafn sitt í sögubækurnar
Ögmundur skráði sig í sögubækurnar í grísku úrvalsdeildinni með því að verða fyrsti markvörðurinn...
eftir Íslendingavaktin