Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Wolfsburg komst áfram – Kristianstad í fjórða sætið

Sara Björk og stöllur í Wolfsburg komust áfram í þýsku bikarkeppninni. Þá vann Kristianstad sigur í Svíþjóð.

ÍV/Getty

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir var í byrj­un­arliði Wolfsburg í dag þegar liðið komst áfram í 16-liða úrslit þýsku bik­ar­keppn­inn­ar.

Wolfsburg sigraði þá 2-0 gegn Berg­hofen úr þýsku C-deild­inni á úti­velli.

Pia-Sophie Wolter og Lara Dickenmann skoruðu mörk Wolfsburg í leiknum. Sara Björk lék á miðjunni hjá Wolfsburg þar til henni var skipt af velli á 75. mínútu leiksins.

Wolfs­burg er því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar en liðið hef­ur unnið keppnina fimm ár í röð. Sara Björk hefur unnið keppnina í síðustu þrjú skiptin en síðan hún gekk til liðs við Wolfs­burg þá hefur liðið alltaf orðið tvö­fald­ur meist­ari í Þýskalandi, unnið bæði deildina og bikarkeppnina.

Kristianstad hrósaði sigri í Svíþjóð

Kristianstad lagði Örebro að velli á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag, 1-0.

Svava Rós Guðmundsdóttir byrjaði leikinn og spilaði allan tímann fyrir Kristianstad. Sif Atladóttir spilaði ekki með Kristianstad í dag.

Það var Therese Ivarsson sem skoraði eina mark leiksins og það kom úr vítaspyrnu á 73. mínútu.

Með sigrinum fór Kristianstad upp í 4. sæti deildarinnar með 28 stig og er nú fjórum stigum á eftir toppliði Rosengård eftir 16 leiki.

Þá kom Andrea Thorisson inn á sem varamaður á 74. mínútu fyrir Bunkeflo er liðið gerði 1-1 jafntefli við Pitea á heimavelli. Bunkeflo er í 10. sætinu með 11 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun