Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Wolfsburg í afar væn­legri stöðu

Sara Björk og stöllur í Wolfsburg hafa nán­ast tryggt sér sæti í átta liða úr­slit­um Meist­ara­deild­ar Evr­ópu.

ÍV/Getty

Sara Björk Gunnarsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg eru í afar vænlegri stöðu eftir 6-0 stórsigur á Twente í fyrri leik liðanna í 16-liða úr­slitum Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í dag.

Zsanett Jakabfi skoraði tvívegis fyrir Wolfsburg í fyrri hálfleik og var staðan 2-0 í hálfleik. Í síðari hálfleik skoraði Wolfsburg fjögur mörk og lokatöluru urðu því 6-0. Síðari viður­eign­ liðanna fer fram eftir tvær vikur, á heimavelli Twente.

Sara Björk var að vanda í byrjunarliði Wolfsburg og lék fram á 75. mínútu.

Wolfs­burg tapaði fyr­ir franska liðinu Lyon í átta liða úr­slit­um keppninnar á síðustu leiktíð, en árin tvö þar á undan fór Wolfsburg í úr­slita­leik keppn­inn­ar þar sem liðið laut í lægra haldi í bæði skiptin fyrir Lyon.

Wolfsburg hefur byrjað leiktíðina mjög vel og er á toppi þýsku Bundesligunnar með fullt hús stiga eftir fyrstu sex leiki sína.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun