Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Wolfsburg burstaði Bayer Leverkusen

Wolfsburg rótburstaði Bayer Leverkusen í Íslendingaslag.

Mynd/Wolfsburg

Wolfsburg lék Bayer Leverkusen grátt í Íslendingaslag þegar liðin áttust við í þýsku Bundesligunni í kvöld.

Wolfsburg rótburstaði leiknum, 7-0, en Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn fyrir Wolfsburg og Sandra María Jessen lék síðari hálfleikinn fyrir Bayer Leverkusen.

Pernille Harder skoraði þrennu fyrir Wolfsburg og þær Ewa Pajor, Noelle Maritz, Fridolina Rolfö og Zsanett Jakabfi gerðu sitt markið hver.

Wolfs­burg er í efsta sæti deild­ar­inn­ar með 31 stig eft­ir fyrstu ellefu leiki sína. Hoffenheim er í öðru sæti með 25 stig og Bayern Munich er í því þriðja með 22 stig. Sandra María og stöllur hennar í Bayer Leverkusen eru í 9. sæti með 9 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun