Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Willum spilaði síðustu mínúturnar í tapi

Willum Þór kom við sögu í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Mynd/Skjáskot á Youtube.

Willum Þór Willumsson kom við sögu er lið hans BATE Borisov þurfti að sætta sig við 0-1 tap gegn Brest í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Willum byrjaði á varamannabekknum í leiknum í dag en var skipt inn á þegar 78. mínútur voru liðnar af leiknum.

Brest skoraði á 47. mínútu og það reyndist eina mark leiksins.

Willum gekk til liðs við BATE fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan og skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

BATE var í dag að leika sinn þriðja leik í deildinni en hún fór aftur af stað fyrir tveimur vikum.

Willum kom einnig við sögu með BATE í síðustu umferð en í fyrstu umferðinni sat hann allan tímann á varamannabekknum. Hann hefur þá leikið tvo bikarleiki fyrir félagið og skoraði meðal annars eitt mark í öðrum þeirra. Það mark má sjá hér. 

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun