Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Willum opnar markareikninginn – Sjáðu markið

Willum Þór Willumson skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir nýja félagið sitt, Bate Borisov.

Þegar Willum skrifaði undir í síðasta mánuði. Skjáskot á Youtube.

Willum Þór Willumson var ekki lengi að opna markareikning sinn hjá nýja liði sínu, Bate Borisov, en hann skoraði í dag sitt fyrsta mark fyrir félagið í bikarleik gegn Minskiy Rayon.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli og Willum skoraði því eina mark Bate Borisov í leiknum, sem kom á 34. mínútu leiksins.

Willum, sem er 20 ára, gekk í raðir félagsins um miðjan febrúar. Hann á nú þegar einn aðallandsleik að baki fyrir Ísland en hann kom þá inn á sem varamaður fyrir Jón Dag Þorsteinsson í æfingaleik gegn Eistlandi í janúar síðastliðnum.

Mark hans í leiknum má sjá hér að neðan

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið