Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Willum kom við sögu í tapi

Willum Þór kom inn á sem varamaður í liði BATE Borisov sem tapaði í dag.

Mynd/BATE

BATE Borisov tapaði fyrir FK Gorodeya, 1-0, á útivelli í 6. umferð hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar í dag. Willum Þór Willumsson byrjaði á varamannabek BATE en kom inn á sem varamaður á 64. mínútu leiksins.

Eina mark leiksins kom í upphafi seinni hálfleiks þegar Dmitri Lebedev, leikmaður Gorodeya, skoraði laglegt mark upp í vinstra hornið.

Þetta var fjórði deildarleikur Willums fyrir BATE en hann hefur einnig spilað tvo bikarleiki fyrir liðið þar sem hann skoraði eitt mark. 

Willum gekk til liðs við BATE í febrúar á þessu ári og skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

BATE er í öðru sæti hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar með 12 stig, tveimur stigum á eftir Dinamo Brest.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun