Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Willum í byrj­un­arliðinu í sigri BATE

Willum Þór var í byrjunarliði BATE Borisov sem vann 1-2 útisigur í dag.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE Borisov sem vann 1-2 útisigur á Slavia Mozyr í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Willum spilaði fyrstu 79. mínúturnar í leiknum áður en hann var tekinn af velli. Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Willums með BATE í deildinni en hann hefur verið í byrjunarliði liðsins í hvít-rússnesku bikarkeppninni þar sem hann gerði eitt mark.

Hann kom þá við sögu sem varamaður í síðustu tveimur leikjunum með BATE í deildinni.

BATE fékk mark á sig úr víti strax á þriðju mínútu í leiknum í dag en með stuttu millibili í seinni hálfleik skoraði BATE tvö mörk, á 55. mínútu og aftur þremur mínútum síðar. Lokatölur urðu 1-2 BATE í vil.

BATE var í dag að spila sinn fjórða leik í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og situr nú í þriðja sæti deildarinnar með níu stig.

Willum gekk til liðs við BATE fyrir rúmum tveimur mánuðum síðan og skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun