Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Willum fékk kort­er í sigri

Willum Þór lék í korter með liði sínu BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Mynd/BATE

BATE Borisov vann 1-0 heimasigur á Torpedo Minsk í 7. umferð hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Willum Þór Willumsson var á meðal varamanna BATE og lék síðasta korterið.

Eina markið í leiknum kom í uppbótartíma fyrri hálfleiks þar sem Bojan Dubajic skoraði af stuttu færi inn í teig Torpedo Minsk.

Willum lék rúmar 25 mínútur í síðasta leik BATE á mánudaginn þegar liðið beið lægri hlut fyrir FK Gorodeya, 1-0, á útivelli, en hann var í dag að leika sinn sjöunda leik fyrir félagið. Tveir þeirra voru bikarleikir og í öðrum þeirra var hann á skotskónum.

BATE er í 3. sæti hvít-rússnesku úrvalsdeildarinnar með 15 stig, tveimur stigum á eftir Dynamo Brest, sem er í 1. sætinu.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun