Fylgstu með okkur:

Myndskeið

Willum á skot­skón­um í bik­arn­um

Willum Þór var á skotskónum fyrir BATE Borisov í dag þegar liðið komst áfram í bikarkeppninni í Hvíta-Rússlandi.

Mynd/BATE

Willum Þór Willumsson var á skotskónum fyrir BATE Borisov í dag þegar liðið komst áfram í átta liða úrslit í bikarkeppninni í Hvíta-Rússlandi með 5-2 útisigri á Sputnik.

Willum skoraði fimmta mark og síðasta mark BATE í leiknum í dag en hann var í byrjunarliðinu og lék allan tímann. Í frétt á mbl.is kemur fram að Willum hafi átt stóran þátt í fyrsta marki BATE í leiknum þegar Tu­om­in­en Yassa skoraði fyrsta mark leiksins á 15. mínútu.

BATE skoraði til viðbótar þrjú mörk í fyrri hálfleiknum og staðan í hálfleik var 4-0. Sputnik náði að minnka muninn í 4-1 með marki úr vítaspyrnu á 79. mínútu, rétt áður en Willum skoraði fimmta mark BATE. Willum skoraði með skoti inn í teig eftir klaufalega tilburði markmanns Sputnik.

Willum, sem er 20 ára, gekk í raðir BATE í febrúar og hefur leikið sjö leiki fyrir félagið á leiktíðinni. Willum var í dag að skora sitt annað mark fyrir félagið en hann skoraði einnig í bikarleik í síðastliðnum marsmánuði gegn Minskiy Rayon.

BATE er nú komið í átta liða úrslit bikarkeppninnar og þá er liðið í 2. sæti í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni að loknum 12 umferðum með 28 stig.

Ekki missa af

Fleira tengt: Myndskeið