Fylgstu með okkur:

Fréttir

Warnock: Spilatími Arons með landsliðinu veldur mér vonbrigðum

Neil Warnock, þjálfari Cardiff, telur að Aron Einar hafi spilað of mikið í nýliðnu landsleikjaverkefni.

Aron Einar ásamt Neil Warnock eftir sigurleik í byrjun febrúar. ÍV/Getty

Neil Warnock, þjálfari Arons Einars hjá Cardiff, er langt frá því að sáttur með ákvörðun Erik Hamrén, landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins, að spila Aroni svona mikið í nýliðnu landsleikjahléi.

Warnock er ekki sáttur að Aron að hafi spilað í klukkutíma á gervigrasinu í Andorra og allan tímann í stórtapi gegn Frakklandi.

Aron er tiltölulega nýbúinn að jafna sig á hnémeiðslum og þessi mikli spilatími veldur Warnock miklum vonbrigðum.

„Upphaflega var sagt okkur að hann myndi ekki spila gegn Andorra á gervigrasvellinum í fyrri leiknum, en hann lék meira en klukkutíma,“ sagði Neil Warnock.

„Og í seinni leiknum spilar hann í 93. mínútur gegn Frakklandi. Ég get ekki skilið þetta.“

„Ég veit að þetta er nýr þjálfari, sem tók við landsliðinu eftir Heimsmeistaramótið í Rússlandi, og vill gera vel, en þegar liðið er 3-0 undir eftir 80. mínútur þá er vel hægt að gera skiptingu.“

„Ég samþykkti það að Aron tæki þátt á HM og í kjölfarið gaf ég honum nýjan samning. Hann var frá keppni í þrjá mánuði eftir það og við þurftum að byggja hann upp. Ég varð fyrir vonbrigðum með íslenska landsliðsþjálfarann og vil gjarnan ræða við hann í dag.“

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir