Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Vonin lifir enn hjá Rúnari og félögum eftir dýrmætan sigur

Vonin lifir enn hjá Rúnari Alex og samherjum hans í Dijon eftir dýrmætan sigur í kvöld.

ÍV/Getty

Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Dijon sem vann dýrmætan sigur gegn Strasbourg, 2-1, í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Dijon náði forystunni rétt undir lok fyrri hálfleiks og hélt henni allt þar til á 68. mínútu þegar Strasbourg jafnaði metin í 1-1. Flest stefndi í jafntefli, en annað kom á daginn. Í uppbótartíma seinni hálfleiks gerði Chang-Hoon Kwon sér lítið fyrir og skoraði sigurmark fyrir Dijon.

Dijon er enn í fallsæti í frönsku úrvalsdeildinni en vonin lifir enn hjá liðinu um að halda sæti sínu í deildinni þegar tvær umferðir eru eftir, því liðið er aðeins tveimur stigum á eftir Mónakó, sem er í öruggu sæti.

Rúnar Alex og félagar í Dijon eiga gífurlega erfiðan leik fyrir höndum í næstu umferð en þá mæta þeir PSG á útivelli. Í síðustu umferðinni á Dijon heimaleik gegn Toulouse.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun