Fylgstu með okkur:

Fréttir

Víkingur lík­leg­ur áfangastaður Kára

Líklegt er að Kári Árnason gerist leikmaður síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík.

Líklegt er að landsliðsmaðurinn Kári Árnason gerist leikmaður síns uppeldisfélags, Víkings í Reykjavík, eftir landsleiki við Alban­íu og Tyrkland á Laugardalsvelli, 8. og 11. júní.

Kári, sem er 36 ára, er að renna út á samningi sínum við tyrkneska félagið Genclerbirligi og ætlar að loknum landsleikjum við Alban­íu og Tyrkland að funda með for­ráðamönn­um Vík­ings.

„Við ætlum að ræða það eftir þessa landsleiki, leyfa mér að einbeita mér að þeim. En glugginn opnar 1. júlí og það eru ágætis líkur,“ sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Kári hefur boðist að vera áfram erlendis á atvinnumannaferli sínum en hann segist vera orðinn áhugasamur um að koma heim í Víking.

„Ég hef búið úti í átján ár og finnst al­veg kom­inn tími á að prófa eitt­hvað annað og lifa kannski eðli­legu lífi. Mér býðst að vera áfram úti en ég er spennt­ari fyr­ir því að koma heim í Vík­ing,“ sagði Kári í samtali við Morgunblaðið í dag.

Kári í treyju Víkings á síðasta ári. Mynd/Víkingur

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir