Fylgstu með okkur:

Umfjöllun

Viking tapaði fyrir Haugesund

Samúel Kári og félagar í Viking máttu í kvöld þola tap í norsku úrvalsdeildinni.

Mynd/Dagsavisen

Samúel Kári Friðjónsson og félagar hans í norska liðinu Viking máttu þola tap þegar þeir sóttu Haugesund heim í norsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Eina mark leiksins kom á lokakafla leiksins og það gerði Niklas Sandberg þegar tíu mínútur voru til leiksloka.

Lokatölur í leiknum urðu því 1-0, Haugesund í vil. Samúel Kári lék allan leikinn á miðjunni hjá Viking.

Viking er í 5. sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig þegar tveimur umferðum er ólokið.

Ekki missa af

Fleira tengt: Umfjöllun